.

Monday, March 31, 2014

ÓSKalisti!

Hér er smá listi yfir hluti sem mig langar í!
 
 Þessi listi er þó enn í fullu gildi!




  1. Kastelhelmi skál, 1.9L fæst í @home
  2. Fjólublá marimekko skál lítil.
  3. Kastelhelmi lítill diskur í safnið
  4. Teal marimekko skál lítil.
  5. Ekki rúdolf hengi, fæst t.d í @home
  6. Puma sync ilmvatn fæst t.d í Bjargi á Akranesi.
  7. Feed me skál eftir Önnu Þórunni, fæst í Epal.
  8. Múmínbollar! fást t.d í @home




Saturday, March 29, 2014

LjúFlingsverZlun!

Stubbur - Jónstóttir &co

Bakarabönd frá íslenzka pappírsfélaginu.

Könnur frá Avoca

Þessi komu með mér heim í dag !

Fallegar páskavörur.








 Góð vara, góð þjónusta. JÁ TAKK.

Það eru þær Ragnhildur með Jónsdóttir & co og Heiður með íslenzka pappírsfélagið sem selja þessar dásamlegu vörur.

Þær hafa verið með svona litla pop up verslun í Álfheimum 2-4 í rúmlega 20 skipti!

Ég kíkti á þær í dag og fór sátt út með minn poka og bros eftir skemmtilegt spjall.

Um helgina er karnival-stemmning hjá þeim, þar sem þær kveðja Álfheimana en finna sér nýtt pop up húsnæði fljótlega.

Ég mæli svo sannarlega með því að þið kíkið inn hjá þeim, það er líka alltaf eitthvað gómsætt í boði mmm.

Það er opið hjá þeim á morgun sunnudaginn 30. mars.





Ljúfa helgi.











Wednesday, March 26, 2014

brrrrr... back to bed!!

Sumir dagar.... 

     AAHHJJæjj.


Þetta er dagurinn í dag!

Svona var svipurinn á mér í morgun þegar ég heyrði í veðrinu og þurfti að fara frammúr!


PLAN dagsins!

                                                                                              hlýjar kveðjur!


Monday, March 24, 2014

FröNSK sÚKKa no SUgar!


Kakan mín. mmmm... svo góð með rjóma.


Ég rakst á þessa dásamlegu uppskrift á blogginu hjá Ellý Ármanns og varð að prufa.

Ég var að fá vinkonurnar í heimsókn og er sjálf ekki búin að innbyrða sykur í 7 vikur í dag, og varð því að fá að vera með í kökuátinu með því að baka eitthvað gott og sykurlaust .

Það tókst svo sannarlega.

Ég mæli líka með að hafa rjóma með henni.

hér er uppskriftin.


Franska Sigrúnarkaka

1 1/4 dl sterkt kaffi 
200 gr Sukrin (eða sugarless sugar)
180 - 200 gr 85% súkkulaði  - Ég notaði dökkt Balance steviu súkkulaði.
225 gr smjör 
4 egg

Aðferð
1. Hella upp á kaffi og setja það og sætuna saman í pott. Hræra saman þar til útkoman verður sýróp.
2. Þá setti ég súkkulaðið út í og smjörið. Hræri allt saman og læt bráðna við vægan hita á hellu.
3. Kæli blönduna aðeins - þar til hún verður volg.
4. Svo hræri ég (með písk) eggjunum saman við .
5. Skellti blöndunni svo í form sem er þakið smjörpappír.
6. Ofn stilltur á 170°C og kakan bökuð í 60 mínútur.
7. Sigrún mælir með að bera hana fram með rjóma .
8. Ég setti kókoshveiti til skreytinga ofan á kökuna. (svo gera jarðaber allt fallegt!)
9. Þessi franska súkkulaðikaka er FULLKOMIN.


Þetta fæst t.d í krónunni.

ég notaði þetta súkkulaði, og elska það! það fæst t.d í krónunni.



Ég mæli svo sannarlega með að þið gefið þessari sjéns!


Enjoy



x


MooMIN LoVe !

9. Ágúst árið 1914 fæddist Tove Jansson.

Tove Jansson hefði því orðið 100 ára í ár.

Hún er höfundur múmínálfanna.
Tove Jansson


Dásamleg saga af furðulegum og skemmtilegum verum.











Ég er dolfallinn yfir fallegu vörunum sem er framleiddar í kringum þessa karaktera og ævintýri.

mikið væri ég til í múmínpabbann, sem er þarna á náttborðinu.





þessi bolli er framleiddur í tilefni afmælissins.



Vörur sem framleiddar eru í tilefni 100ára afmælissins





ert þú aðdáandi múmínálfanna?


x


Thursday, March 20, 2014

LaUndry LoVe

þvottur... ahh..
en þvottahús!

JÁ..

Ég er voðalega heppin að vera með dásamlegt þvottahús hér heima hjá mér. Ég mætti nú stundum hugsa betur um það ég viðurkenni það, en einn daginn sýni ég ykkur það semsagt myndir af þvottahúsinu mínu.
En þanga til eru hér hugmyndir og falleg þvottahús sem ég fann á www.pinterest.com.



Fallegt , sniðugt og nothæft .

Straubrettið á fallegum snögum. 

Flokka í glær box er snilld.

Brjóta saman rúmfötin og geyma þau í koddaverinu.

Þessar þvottakörfur eru skemmtilegar.

Að hafa blettahreinsi-leiðbeiningar upp á vegg er sniðugt .

Fallegt og nothæft á vegg inní þvottahúsi.

Mikið skápapláss, þá felur maður allt inní þeim .

Ég er með pinterest síðu og er með Laundry LOvE board hér. Endilega skoðaðu fleiri skemmtilegar hugmyndir og tips þar.


Enjoy


       




Wednesday, March 19, 2014

Aalto VAsE madness!

Ég er forfallinn Iittala fíkill og kemst því ekkert hjá því að vilja eignst Aalto vasann.
Ég fór að velta fyrir mér notagildinu á þessum fallega hlut. Og þetta fann ég á hinu ómótstæðilega InTeRnEti

Vasinn kemur í ótal litum og nokkrum stærðum.

Það er finnski arkitektinn og hönnuðurinn Alvar Aalto sem hannaði þennann dásamlega vasa árið 1936. Þetta flæðandi fallega form sem einkennir vasann er enn i dag munnblásið af starfsmönnum í verksmiðju Iittala enn þann dag í dag. Meira um Alvar Aalto hér.

"Vissir þú að það þarf að fá sjö vana starfsmenn til að vinna sem einn svo hægt sé að fullkomna Aalto vasann, sem er klárt tákn nútímahönnunar. "
Líf og list.

Alvar Aalto við vinnu í kringum 1940.
Sniðugt að geyma eldhúsáhöld.
Bera framm allskyns mat.

Geyma Gulla gullfisk! 

Þetta er smart.


Klaki! snilld!

       
 Já ég ÞARF semsagt að eignast einn. !



Svo mæli ég klárlega að þið horfið á þennann þátt sem Sindri Sindrason fór í heimsók í Iittala.
Hér.

Allir vasarnir eru munnblásnir í Iittala



Vasana er hægt að kaupa á mörgum stöðum m.a. í fallegri búð hérna á Akranesi í @Home.


langar þig í einn??