|
Kakan mín. mmmm... svo góð með rjóma. |
Ég rakst á þessa dásamlegu uppskrift á blogginu hjá
Ellý Ármanns og varð að prufa.
Ég var að fá vinkonurnar í heimsókn og er sjálf ekki búin að innbyrða sykur í 7 vikur í dag, og varð því að fá að vera með í kökuátinu með því að baka eitthvað gott og sykurlaust .
Það tókst svo sannarlega.
Ég mæli líka með að hafa rjóma með henni.
hér er uppskriftin.
Franska Sigrúnarkaka
1 1/4 dl sterkt kaffi
200 gr Sukrin (eða sugarless sugar)
180 - 200 gr 85% súkkulaði - Ég notaði dökkt Balance steviu súkkulaði.
225 gr smjör
4 egg
Aðferð
1. Hella upp á kaffi og setja það og sætuna saman í pott. Hræra saman þar til útkoman verður sýróp.
2. Þá setti ég súkkulaðið út í og smjörið. Hræri allt saman og læt bráðna við vægan hita á hellu.
3. Kæli blönduna aðeins - þar til hún verður volg.
4. Svo hræri ég (með písk) eggjunum saman við .
5. Skellti blöndunni svo í form sem er þakið smjörpappír.
6. Ofn stilltur á 170°C og kakan bökuð í 60 mínútur.
7. Sigrún mælir með að bera hana fram með rjóma .
8. Ég setti kókoshveiti til skreytinga ofan á kökuna. (svo gera jarðaber allt fallegt!)
9. Þessi franska súkkulaðikaka er
FULLKOMIN.
|
Þetta fæst t.d í krónunni. |
|
ég notaði þetta súkkulaði, og elska það! það fæst t.d í krónunni. |
Ég mæli svo sannarlega með að þið gefið þessari sjéns!
Enjoy
x