Stubbur - Jónstóttir &co |
Bakarabönd frá íslenzka pappírsfélaginu. |
Könnur frá Avoca |
Þessi komu með mér heim í dag ! |
Fallegar páskavörur. |
Það eru þær Ragnhildur með Jónsdóttir & co og Heiður með íslenzka pappírsfélagið sem selja þessar dásamlegu vörur.
Þær hafa verið með svona litla pop up verslun í Álfheimum 2-4 í rúmlega 20 skipti!
Ég kíkti á þær í dag og fór sátt út með minn poka og bros eftir skemmtilegt spjall.
Um helgina er karnival-stemmning hjá þeim, þar sem þær kveðja Álfheimana en finna sér nýtt pop up húsnæði fljótlega.
Ég mæli svo sannarlega með því að þið kíkið inn hjá þeim, það er líka alltaf eitthvað gómsætt í boði mmm.
Það er opið hjá þeim á morgun sunnudaginn 30. mars. |
Ljúfa helgi.
No comments:
Post a Comment