Ég er forfallinn Iittala fíkill og kemst því ekkert hjá því að vilja eignst Aalto vasann.
Ég fór að velta fyrir mér notagildinu á þessum fallega hlut. Og þetta fann ég á hinu ómótstæðilega InTeRnEti!
Vasinn kemur í ótal litum og nokkrum stærðum. |
Það er finnski arkitektinn og hönnuðurinn Alvar Aalto sem hannaði þennann dásamlega vasa árið 1936. Þetta flæðandi fallega form sem einkennir vasann er enn i dag munnblásið af starfsmönnum í verksmiðju Iittala enn þann dag í dag. Meira um Alvar Aalto hér.
"Vissir þú að það þarf að fá sjö vana starfsmenn til að vinna sem einn svo hægt sé að fullkomna Aalto vasann, sem er klárt tákn nútímahönnunar. "
Líf og list.
Alvar Aalto við vinnu í kringum 1940. |
Sniðugt að geyma eldhúsáhöld. |
Bera framm allskyns mat. |
Geyma Gulla gullfisk! |
Þetta er smart. |
Klaki! snilld! |
Já ég ÞARF semsagt að eignast einn. !
Svo mæli ég klárlega að þið horfið á þennann þátt sem Sindri Sindrason fór í heimsók í Iittala.
Hér.
Allir vasarnir eru munnblásnir í Iittala |
Vasana er hægt að kaupa á mörgum stöðum m.a. í fallegri búð hérna á Akranesi í @Home.
langar þig í einn??
No comments:
Post a Comment