..hefurð komið við heima hjá mér!
jeij... var að vonast til þess!
Hérna hef ég tekið smá páskaskraut sem ég átti ofan í kassa og raðaði smá á bakka!
Sænska páskaþemað, litli frændi minn gaf mér þennann unga sem hann gerði í skólanum og þessi ungi er með eina gula fjöður og eina bláa og hann sagði að unginn væri sænskur! Svo mér fannst tilvalið að taka fram gula og blá mari skálar frá iittala.
Hérna eru sömu greinarnar og ég hengdi jólaskraut á um jólin, nú var sett smá páskaskraut.
Ég er voðalega hrifin af þessum kertaskrauthringjum sem ég fann í páskaskrautinu mínu, man nú ekki hvar ég fékk þá á sínum tíma.
Þar sem ég er búin að vera sykurlaus í 12 vikur, verð ég að fara varlega í páskaeggin og því er þetta mitt egg í ár! Ég er voðalega ánægð með það!
Er páskakanínan komin heim til þín?
ertu búin að fá páskaegg?
Gleðilega Páska!!
En fallega skreytt, vildi óska að ég væri duglegri að skreyta um páskana :)
ReplyDelete