eeen skemmtilegt og er að verða nokkuð algengt hér á landi í vinkonuhópum.
Við tókum okkur saman nokkrar vinkonur og skelltum í eitt slíkt fagrann sunnudag í Ágústmánuði fyrir skemmtilega fallega og einstaklega forvitna vinkonu.
kynið er óvitað hjá ungamömmunni sem er að fara að eignst sitt annað barn.
Skreytingarnar voru fundnar hér og þar um húsið hjá mér ;) Bara bleikt og blátt... og raðað skemmtilega saman.
Bökuð var SPÁdómskaka sem er að þessu sinni fimm hæða súkkulaðikaka með smjörkremi, á milli botna er dásamlegt súkkulaðikrem, en ein hæðin inniheldur litað smjörkrem, einn helmingur bleikur og hinn blár. Svo sker ungamamman kökuna og volah... þá fær hún bleika eða bláa sneið sem á að spá fyrir um kynið á ófædda barninu. ;)
Einfalt skraut sem skapar góða stemmningu. |
omm nomm kræsingar! |
Döðlukakan mín sem ég baka við hvert tilefni! |
Playmobil fjölskylda notað í skreytingu! |
Spenntar að sjá hvað spádómskakn segir!! |
Bleikt eða blátt... ?????? |
Og það er SPÁÐ stelpu! hehe |
Vel heppnað boð, svo er bara spennandi að sjá hvort kakan hafi rétt fyrir sér! thíhí
Hefur þú farið í barnasturtu?
No comments:
Post a Comment