Mig langaði í köku í gær laugardag! Það á að fá sér kökur um helgar!
Ef þær eru góðar og innihalda ekki sykur og ekki hveiti þá er ég farin að gúffa þær í mig!
þetta er nýjasta tilraunin mín :D
LoVe it!!
UPPSKRIFT
112 gr. möndlumjöl
1og1/2tsk lyftiduft
112 gr. smjör
112 gr. sukrin
2 Egg
börkur af 1 lime ávöxt
4 msk. lime-safi
35 gr kókoshveiti.
KREM
1stk eggjahvíta
100 gr Sukrin
salt á hnífsoddi
1og1/2 msk vatn
Smá kókoshveiti (til að setja ofan á)
Möndlumjöl, lyftirduft og salti blandað saman í litla skál.
Vinnið smjörið og sykurinn létt og ljóst með rifna lime berkinum.
Setjið eggin út í, eitt og eitt í einu og vinnið vel á milli.
Setjið lime-safann og þurrblönduna útí og vinnið í gott deig,
að lokum er kókoshveitið sett útí og unnið rólega.
Setjið smjörpappír í 23cm form.
Bakið við 180°C í um 30mín.
Krem
Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp, setji skál sem passar í pottinn (án þess að skálin snerti vatnið) og setjið eggjahvítuna, sukkerin salt og vatnið í skálina. Þeytið í marengs, takið af hitanum og þeytið í um 4 mín. Setjið kremið strax á kökuna (sem á að vera búin að kólna aðeins). Ristið smá kókoshveiti á þurri pönnu og stráið ofan á kökuna í lokin.
Þið getið tvöfaldað uppskriftina og haft kökuna hærri og meiri.
omm nomm svo góð!! |
vona að þú endilega prufir þessa uppskrift.
enjoy!!
No comments:
Post a Comment