.

Tuesday, April 15, 2014

PáskaKANÍNAN



..hefurð komið við heima hjá mér!

                           jeij... var að vonast til þess!



Hérna hef ég tekið smá páskaskraut sem ég átti ofan í kassa og raðaði smá á bakka! 



Sænska páskaþemað, litli frændi minn gaf mér þennann unga sem hann gerði í skólanum og þessi ungi er með eina gula fjöður og eina bláa og hann sagði að unginn væri sænskur! Svo mér fannst tilvalið að taka fram gula og blá mari skálar frá iittala.



Hérna eru sömu greinarnar og ég hengdi jólaskraut á um jólin, nú var sett smá páskaskraut. 



Ég er voðalega hrifin af þessum kertaskrauthringjum sem ég fann í páskaskrautinu mínu, man nú ekki hvar ég fékk þá á sínum tíma.





Þar sem ég er búin að vera sykurlaus í 12 vikur, verð ég að fara varlega í páskaeggin og því er þetta mitt egg í ár! Ég er voðalega ánægð með það!

Er páskakanínan komin heim til þín?


ertu búin að fá páskaegg?


Gleðilega Páska!!




Friday, April 11, 2014

VertU þÚ sjÁLF!

Ég sem hélt að sumarið væri á leiðinni...

Nú jæja.. ég ætla samt ennþá að hafa þá hugsun.

Ég hangi MIKIÐ á Pinterest og er búin að rekast svolítið á DIY (do it yourself) fashion!

Hérna eru nokkar sniðugar hugmyndir  sem mér fannst tilvalið að prufa fyrir sumarið, nota eitthvað sem er til fyrir eða keypt ódýrt og breytt því eins og manni dettur í hug!

Þetta ætti að koma hugmyndarfluginu í gang!



ok byrjum á þessum!

snilld!

Breyttu sólglerugunum þínum (kannski ekki dýrustu gerðinni) með því
 að naglalakka þau í þínum lit eða með glimmeri!
Eða skreyttu þau með perlum eða öðru skrauti!


Svona færðu æðislegt gallavesti sem er alltaf töff (á sumrin). 

        1. klipptu ermarnar af jakkanum.
        2. Kuðlaðu vestinu í bolta og settu teygjur utan um.
        3. Settu í klór í smá stund (fer eftir því hversu mikið
             þú villt fá þvegna útlitið!)
        4. Settu í þvott



Ég elska svona kragaskraut! klipptu kragann af "gamalli" skyrtu og skreyttu að vild.
Skemmtilegur fylgihlutur.


Þessi aðferð krefst saumavélar.

Þetta geta allir!!
 "stelpaðu" baggie t-shirt bolinn


nokkrar kósur og borði.. vooolahh! :D

Breyttu óspennandi stígvélum! nú er rigningartími... lets do it! hérna eru  leiðbeiningar .



Svo VERÐ ég að hafa þetta með sem er algjör snilld! gerðu þitt eigið gloss !
Blandaðu saman vaselíni og púður augnskugga, eða kinnalit.

Æðislegt sumardress!

Siiiinging in the rain!

Jæja byjum að föndra! 




Monday, April 7, 2014

UNAður Á pÖNNU !!

ÉG er ekkert að grínast með hvað þetta er einfalt fljótlegt og GOOOTT!


UPPSKRIFT 
ef uppskrift skal kalla!!

Hálfur-heill banani
1 egg
Dass af kanil

Hráefnið er sett í skál, stappað og hrært saman. 
Smá skvettur settar á pönnu sem mynda þessar unaðslegu lummur!



Banani, egg og kanill!

steikt á pönnu í smá stund á hvorri hlið!

Með smá smjöri eða ekki og banana ofaná! og dýryndis kaffi!! ÓMÆ..!
Stundum set ég smá haframjöl til að gera þær matar-meiri omm nomm!! 


Prufaðu!!! gó gó!





Sunday, April 6, 2014

Kókos og LIME ÁsT!!!

Ég get ekki sagt að ég sé mikill kokkur eða bakari í mér! EEN mér finnst gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu, þá sérstaklega þegar ég er extra svöng og langar í eitthvað extra gott.
Mig langaði í köku í gær laugardag! Það á að fá sér kökur um helgar!

Ef þær eru góðar og innihalda ekki sykur og ekki hveiti þá er ég farin að gúffa þær í mig!

þetta er nýjasta tilraunin mín :D

LoVe it!!



UPPSKRIFT

112 gr. möndlumjöl
1og1/2tsk lyftiduft
112 gr. smjör
112 gr. sukrin
2 Egg
börkur af 1 lime ávöxt
4 msk. lime-safi
35 gr kókoshveiti.

KREM

1stk eggjahvíta
100 gr Sukrin
salt á hnífsoddi
1og1/2 msk vatn
Smá kókoshveiti (til að setja ofan á)

Möndlumjöl, lyftirduft og salti blandað saman í litla skál.
Vinnið smjörið og sykurinn létt og ljóst með rifna lime berkinum.
Setjið eggin út í, eitt og eitt í einu og vinnið vel á milli.

Setjið lime-safann og þurrblönduna útí og vinnið í gott deig, 
að lokum er kókoshveitið sett útí og unnið rólega.

Setjið smjörpappír í 23cm form. 
Bakið við 180°C í um 30mín. 

Krem

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp, setji skál sem passar í pottinn (án þess að skálin snerti vatnið) og setjið eggjahvítuna, sukkerin salt og vatnið í skálina. Þeytið í marengs, takið af hitanum og þeytið í um 4 mín. Setjið kremið strax á kökuna (sem á að vera búin að kólna aðeins). Ristið smá kókoshveiti á þurri pönnu og stráið ofan á kökuna í lokin. 

Þið getið tvöfaldað uppskriftina og haft kökuna hærri og meiri.


omm nomm svo góð!!





vona að þú endilega prufir þessa uppskrift.

enjoy!!





Happy 29th birthday!


Ég er ekki týpan sem er spennt fyrir eigin afmælisdegi, en síðasliðinn fimmtudag, 3.apríl þegar ég varð 29 ára var þó ekkert leiðinlegur thíhí!

Þessa mynd gerði uppáhlds listamaðurinn minn fyrir mig Tinna Royal! 




Pakkaflóð!!!



Neibb ég er ekki að pósta öðrum óskalista þetta eru afmælisgjafir sem ég fékk! allt frá betri helmingnum!! Sem ég skil þá út úr þessu er að hann styður vel við þessa söfnunar"áráttu" hjá mér!
þetta var innihald pakkanna!!!! dísús!!!
uuu jólin NEI ! 29 ára afmæli!

Pallíettusaumað listaverk eftir Tinnu Royal! HÚN ER SNILLINGUR! "þú ert æði" heitir verkið.

Dásamleg vinkona kíkti með þetta í morgunkaffi !
Blóm!! það er alltaf gaman að fá óvæntan blómvönd frá vinkonu í danmörku!



TAKK TAKK svo mikið fyrir mig yndislega fólk sem deildi deginum með mér!!