.

Wednesday, February 26, 2014

UPPáHaLDS!

Næst á svið stíga ....


Marimekko skálarnar mínar frá Iittala.


Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjörlega heilluð af þessum skálum og ég á 10 stk. 6 stórar og 4 litlar í ýmsum litum .

Skálarnar mínar .

Litríku Mariskálarnar hafa verið í framleiðslu síðan á 7. áratugnum. Það var samt ekki fyrr en stofnandi Marimekko, Armi Ratia, notaði þær frægum garðveislum í Bökärs, að þær urðu að vinsælli gjafa- og söfnunarvöru. 
þær fást meðal annars hér í  Líf og list.

Þær þjóna ýmsum tilgangi inná heimilinu og eru á mikilli hreyfingu. Ýmist undir mat (salt, rjóma, baunir og slíkt) , sælgæti, kerti, skartgripi eða bara vera sætar! Ég elska líka að raða þeim saman eftir litum t.d.

Hlýlegar!
vetur!
jólalegar saman!
Sumarlegar!

Ég er alltaf að þykjast vera hætt að safna þeim... en ég meina maður aldrei of margar Mari skálar!





Átt þú þér uppáhalds lit?

G. Sjöfn
          x




1 comment:

  1. Það er svo erfitt að gera upp á milli :) allar fallegar !

    ReplyDelete