Marimekko skálarnar mínar frá Iittala.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjörlega heilluð af þessum skálum og ég á 10 stk. 6 stórar og 4 litlar í ýmsum litum .
Skálarnar mínar . |
Litríku Mariskálarnar hafa verið í framleiðslu síðan á 7. áratugnum. Það var samt ekki fyrr en stofnandi Marimekko, Armi Ratia, notaði þær frægum garðveislum í Bökärs, að þær urðu að vinsælli gjafa- og söfnunarvöru.
þær fást meðal annars hér í Líf og list.
Þær þjóna ýmsum tilgangi inná heimilinu og eru á mikilli hreyfingu. Ýmist undir mat (salt, rjóma, baunir og slíkt) , sælgæti, kerti, skartgripi eða bara vera sætar! Ég elska líka að raða þeim saman eftir litum t.d.
Hlýlegar! |
vetur! |
jólalegar saman! |
Sumarlegar! |
Ég er alltaf að þykjast vera hætt að safna þeim... en ég meina maður aldrei of margar Mari skálar!
Átt þú þér uppáhalds lit?
G. Sjöfn
x
Það er svo erfitt að gera upp á milli :) allar fallegar !
ReplyDelete