Þetta magnaða tesett rakst ég á, á flakki mínu um internetið.
Rachel Boxnboim "Alice" |
Rachel Boxnboim er ungur hönnuður frá Israel, henni datt í hug að sauma tesett.
Hún hellir leir inn í saumuð mótin og hellir svo úr þeim þegar myndst hefur gott postulínslag inní mótunum. Efnið sem hún saumar mótin úr brennur svo upp til agna og eftir stendur hvert einasta smáatriði í úr efninu sem sest í leirinn. Einstaklega skemmtileg hugmynd.
hér er síðan hennar. Rachelboxnboim.com
Hér er svo skemmtilegt video af ferlinu Vinnuferlið. Og skemmtilegt að lagið Jungle drum með Emilíönu Torrini er notað í videoinu .
Enjoy!
G. Sjöfn
x
No comments:
Post a Comment