.

Monday, December 15, 2014

ÞaÐ er GOTT og GaMan að SpaRA!

Ég elska að gefa gjafir, mun meira en að fá gjafir! En það er nú svosem ekki leiðinlegt að fá fallegann pakka..!

Ég er með smá sparnaðarráð handa þér! 

Það eru all nokkrir fjólubláir pjéningar sem fara í það á ári að kaupa afmæliskort! Sem er svosem ágætt fyrir þá sem vilja, EN ég safna að mér öllum kortum sem koma inn á heimilið.. í afmælisgjafir og þ.h. . Því næst þá klippi ég kortin í tvennt eins og hér sýnir.

Klippið akkurat í brotið á kortinu, hendið spjldinu sem búið er að rita á (jah, eða geymið ef textinn er ykkur mikilvægur)
skoh.. komið þetta fína "ónotaða kort"

Hérna getur þú ritað þína afmæliskveðju ;)

Nú á ég kort fyrir ýmis tilefni!

Þú getur svo keypt búnka af umslögum ef þú vilt setja kortið í umslag.

Eða gatað eitt hornið á kortinu og hengt það utan á pakkann!

Ég endurnýti líka flotta borða og skraut af pökkum og nota það aftur. Það er ekkert mál. 


Að sjálfssögðu nýti ég gjafapoka aftur og aftur!


Ég er nú ekki skipulagðasta manneskjan sem ég þekki, EEEN ég er með smá skipulag á innpökkunardótinu mínu. Það er frekar þægilegt að vera enga stund að redda einni afmælisgjöf eða svo.



Þægilegir taukassar úr Ikea sem geyma borða, bönd og smádót.


Ég elska pakkaböndin í ikea sem koma í svona hólfum! Allt á sínum stað.!

Ég er sjúúk í gjafapappír! 

Kannski einn daginn ég skjélli hérna inn hvernig þú getur búið til þína eigin gjafapoka! Eins og þessa hér sem ég gerði. 

Gjafapokar gerðir úr kortum.

Gangi þér vel með innpökkunina um jólin! Ji ég get ekki beðið eftir að að fara að pakka inn gjöfum fyrir jólin, þá kemst ég í jólaskap!

Hérna var ég með blogg um innpökkun ! ;) kíktu á það.



Tuesday, December 2, 2014

HvER kemur með jólin TiL mín?

Jóóliin.. jóóliin... aaallstaðar...

Aldrei þessu vant er ég bara ekki í jólastuði! Og ég sem er brjálað jólabarn! EN kannski kemur Bjöggi Halldórs... jah eða frostrósir með jólin til mín. Er ekki annars alltaf verið að bjóða uppá það.... það segir í auglýsingum ..... kemur með jólin til þín! Svo ég bíð þá bara..

En það er nú ekki seinna vænna en að fara að birta óskalistann sinn þetta árið því jólasveinarnir eru farnir á stjá! 

Kerti og spil eru þó alltaf mjög velkomin á mitt heimili!




1. Kastehelmi skálar glærar - Ég er að safna

2. Aalto vasi

3. Gjafabréf er ALLTAF góð gjöf!

4. Múmínbollar - Ég er að safna 

5. Rosendahl Grand Cru Cafe glös 

6. Fallegt stílhreint úr - þetta er t.d Skagen

7. Real techniques burstar

Ég safna þessum dásemdar drengjum! 
þá sem ég á nú þegar eru

Stekkjastaur
Hurðaskellir
Giljagaur
Bjúgnakrækir
Askasleikir


ROSALEGA ER MIKIÐ ÉG Í ÞESSARI FÆRSLU....

Næsta færsla inniheldur vonandi meira um kærleika og hreindýr.. er það ekki annars voða inn í dag?






Monday, September 22, 2014

TIL HAmINGJu MEÐ AÐ hafa VERIÐ VINIR MÍNIR Í 20 Ár!

Í DAG eiga 6 vinir mínir stórafmæli í dag!


Það eru akkurat 20 ár frá því að fyrsti þátturinn af FRIENDS þáttunum fóru í loftið!

Það verður sko haldið upp á það í dag með því að starta Friends maraþoni!! JEIJ!!

HÉR er búið að setja saman fullt af snilldratriðum úr Friends á 236 sekúndum! 




FRIENDS FOREVER!



Thursday, August 28, 2014

Kíkið á þetta FRIENDS fans!


Sem trylltur aðdáandi þáttanna Friends þá þykir mér sketsar eins og þessi sem Jimmy Kimmel gerði MJÖG mjög skemmtilegir

kíkið á þetta FRIENDS fans! hér.






skemmtilegt!!






Thursday, August 21, 2014

BARNAsturta - BABYshower!


Er svolítið mikið amerískt...
 eeen skemmtilegt og er að verða nokkuð algengt hér á landi í vinkonuhópum.


Við tókum okkur saman nokkrar vinkonur og skelltum í eitt slíkt fagrann sunnudag í Ágústmánuði fyrir skemmtilega fallega og einstaklega forvitna vinkonu.
kynið er óvitað hjá ungamömmunni sem er að fara að eignst sitt annað barn.

Skreytingarnar voru fundnar hér og þar um húsið hjá mér ;) Bara bleikt og blátt... og raðað skemmtilega saman.

Bökuð var SPÁdómskaka sem er að þessu sinni fimm hæða súkkulaðikaka með smjörkremi, á milli botna er dásamlegt súkkulaðikrem, en ein hæðin inniheldur litað smjörkrem, einn helmingur bleikur og hinn blár. Svo sker ungamamman kökuna og volah... þá fær hún bleika eða bláa sneið sem á að spá fyrir um kynið á ófædda barninu. ;)

Einfalt skraut sem skapar góða stemmningu.
omm nomm kræsingar!
Döðlukakan mín sem ég baka við hvert tilefni!

Playmobil fjölskylda notað í skreytingu!
Spenntar að sjá hvað spádómskakn segir!!
Bleikt eða blátt... ?????? 


Og það er SPÁÐ stelpu! hehe 


Vel heppnað boð, svo er bara spennandi að sjá hvort kakan hafi rétt fyrir sér! thíhí


Hefur þú farið í barnasturtu?













Tuesday, April 15, 2014

PáskaKANÍNAN



..hefurð komið við heima hjá mér!

                           jeij... var að vonast til þess!



Hérna hef ég tekið smá páskaskraut sem ég átti ofan í kassa og raðaði smá á bakka! 



Sænska páskaþemað, litli frændi minn gaf mér þennann unga sem hann gerði í skólanum og þessi ungi er með eina gula fjöður og eina bláa og hann sagði að unginn væri sænskur! Svo mér fannst tilvalið að taka fram gula og blá mari skálar frá iittala.



Hérna eru sömu greinarnar og ég hengdi jólaskraut á um jólin, nú var sett smá páskaskraut. 



Ég er voðalega hrifin af þessum kertaskrauthringjum sem ég fann í páskaskrautinu mínu, man nú ekki hvar ég fékk þá á sínum tíma.





Þar sem ég er búin að vera sykurlaus í 12 vikur, verð ég að fara varlega í páskaeggin og því er þetta mitt egg í ár! Ég er voðalega ánægð með það!

Er páskakanínan komin heim til þín?


ertu búin að fá páskaegg?


Gleðilega Páska!!




Friday, April 11, 2014

VertU þÚ sjÁLF!

Ég sem hélt að sumarið væri á leiðinni...

Nú jæja.. ég ætla samt ennþá að hafa þá hugsun.

Ég hangi MIKIÐ á Pinterest og er búin að rekast svolítið á DIY (do it yourself) fashion!

Hérna eru nokkar sniðugar hugmyndir  sem mér fannst tilvalið að prufa fyrir sumarið, nota eitthvað sem er til fyrir eða keypt ódýrt og breytt því eins og manni dettur í hug!

Þetta ætti að koma hugmyndarfluginu í gang!



ok byrjum á þessum!

snilld!

Breyttu sólglerugunum þínum (kannski ekki dýrustu gerðinni) með því
 að naglalakka þau í þínum lit eða með glimmeri!
Eða skreyttu þau með perlum eða öðru skrauti!


Svona færðu æðislegt gallavesti sem er alltaf töff (á sumrin). 

        1. klipptu ermarnar af jakkanum.
        2. Kuðlaðu vestinu í bolta og settu teygjur utan um.
        3. Settu í klór í smá stund (fer eftir því hversu mikið
             þú villt fá þvegna útlitið!)
        4. Settu í þvott



Ég elska svona kragaskraut! klipptu kragann af "gamalli" skyrtu og skreyttu að vild.
Skemmtilegur fylgihlutur.


Þessi aðferð krefst saumavélar.

Þetta geta allir!!
 "stelpaðu" baggie t-shirt bolinn


nokkrar kósur og borði.. vooolahh! :D

Breyttu óspennandi stígvélum! nú er rigningartími... lets do it! hérna eru  leiðbeiningar .



Svo VERÐ ég að hafa þetta með sem er algjör snilld! gerðu þitt eigið gloss !
Blandaðu saman vaselíni og púður augnskugga, eða kinnalit.

Æðislegt sumardress!

Siiiinging in the rain!

Jæja byjum að föndra!