Ég elska að gefa gjafir, mun meira en að fá gjafir! En það er nú svosem ekki leiðinlegt að fá fallegann pakka..!
Ég er með smá sparnaðarráð handa þér!
Það eru all nokkrir fjólubláir pjéningar sem fara í það á ári að kaupa afmæliskort! Sem er svosem ágætt fyrir þá sem vilja, EN ég safna að mér öllum kortum sem koma inn á heimilið.. í afmælisgjafir og þ.h. . Því næst þá klippi ég kortin í tvennt eins og hér sýnir.
|
Klippið akkurat í brotið á kortinu, hendið spjldinu sem búið er að rita á (jah, eða geymið ef textinn er ykkur mikilvægur) |
|
skoh.. komið þetta fína "ónotaða kort" |
|
Hérna getur þú ritað þína afmæliskveðju ;) |
|
Nú á ég kort fyrir ýmis tilefni! |
|
Þú getur svo keypt búnka af umslögum ef þú vilt setja kortið í umslag. |
|
Eða gatað eitt hornið á kortinu og hengt það utan á pakkann! |
Ég endurnýti líka flotta borða og skraut af pökkum og nota það aftur. Það er ekkert mál.
|
Að sjálfssögðu nýti ég gjafapoka aftur og aftur! |
Ég er nú ekki skipulagðasta manneskjan sem ég þekki, EEEN ég er með smá skipulag á innpökkunardótinu mínu. Það er frekar þægilegt að vera enga stund að redda einni afmælisgjöf eða svo.
|
Þægilegir taukassar úr Ikea sem geyma borða, bönd og smádót. |
|
Ég elska pakkaböndin í ikea sem koma í svona hólfum! Allt á sínum stað.! |
|
Ég er sjúúk í gjafapappír! |
Kannski einn daginn ég skjélli hérna inn hvernig þú getur búið til þína eigin gjafapoka! Eins og þessa hér sem ég gerði.
|
Gjafapokar gerðir úr kortum. |
Gangi þér vel með innpökkunina um jólin! Ji ég get ekki beðið eftir að að fara að pakka inn gjöfum fyrir jólin, þá kemst ég í jólaskap!
Hérna var ég með blogg um innpökkun ! ;) kíktu á það.
No comments:
Post a Comment