.

Friday, February 21, 2014

Döðlukaka án sykurs og hveiti !

jébbs!

Ég eeelllska döðlukökur, en þar sem ég borða ekki sykur núna og og reyni að mestu leiti að sniðganga hveiti þá prófaði ég að setja saman þessa köku hér sem er að mínu mati dásamleg.


Döðludásemd Sjafnar!

Uppskrift:

2dl. möndlumjöl
1/2 dl kókoshveiti (ekki nauðsynlegt, bæði betra)
1tsk. vínsteinslyftiduft
50gr. smjör (bráðið)
3 egg
1tsk. matarsóti
12stk (sirka) ferskar döðlur (kaupi þær í bónus, eru í boxi)

Skerðu döðlurnar í bita og steinhreinsaðu þær. Settu þær í lítinn pott og settu vatn þannig að það fljóti aðeins yfir döðlunum. Láttu suðuna koma upp og hrærðu, þegr þetta er orðið að döðlumauki, þá tekur þú það af hellunni og stráir matarsódanum yfir og leggur til hliðar í smá stund.

Blandaðu þurrefnunum saman og settu eggin og smjörið útí og hrærðu með sleif/písk, því næst blandar þú döðlumaukinu útí og hrærir saman.

Setur í hringlaga form (smurði það með smá smjöri) og inní ofn á 170°c í 20-30 mín ( hún er oft bara mjög góð ef hún sé smá blaut ennþá) .

Dásamlegt er að bera hana fram með rjóma og setja kannski nokkur ber til skreytinga.

Mér finnst þessar döðlur bestar í þessa köku.

Þetta möndlumjöl notaði ég.

Endilega segið mér hvernig heppnaðist til hjá ykkur .


Enjoy!!


          xxx

No comments:

Post a Comment