Jóóliin.. jóóliin... aaallstaðar...
Aldrei þessu vant er ég bara ekki í jólastuði! Og ég sem er brjálað jólabarn! EN kannski kemur Bjöggi Halldórs... jah eða frostrósir með jólin til mín. Er ekki annars alltaf verið að bjóða uppá það.... það segir í auglýsingum ..... kemur með jólin til þín! Svo ég bíð þá bara..
En það er nú ekki seinna vænna en að fara að birta óskalistann sinn þetta árið því jólasveinarnir eru farnir á stjá!
Kerti og spil eru þó alltaf mjög velkomin á mitt heimili!
1. Kastehelmi skálar glærar - Ég er að safna
2. Aalto vasi
3. Gjafabréf er ALLTAF góð gjöf!
4. Múmínbollar - Ég er að safna
5. Rosendahl Grand Cru Cafe glös
6. Fallegt stílhreint úr - þetta er t.d Skagen
7. Real techniques burstar
Ég safna þessum dásemdar drengjum!
þá sem ég á nú þegar eru
Stekkjastaur
Hurðaskellir
Giljagaur
Bjúgnakrækir
Askasleikir
ROSALEGA ER MIKIÐ ÉG Í ÞESSARI FÆRSLU....
Næsta færsla inniheldur vonandi meira um kærleika og hreindýr.. er það ekki annars voða inn í dag?